Wednesday, February 08, 2006

Hvað er málið með drauma?
Stundum eru þeir undarlegri en allt. Ég lagði mig í dag og fór að dreyma fullt af skrítnum hlutum, man frekar lítið en það sem ég man, og hlýtur þá að vera það sem mig var að dreyma þegar ég vaknaði eru fjórir pínulitlir kettir. Og þar voru mínir tveir ekki með, þeim brá reyndar fyrir en voru í eðlilegri stærð.
Þessir litlu kettir komust fyrir allir fjórir í annari hendinni og lágu töluvert á bakinu eins og ungabörn. Að mörgu leyti voru þeir meira eins og ungabörn, þá meina ég í útliti. Það kom samt alveg skýrt fram að þetta voru kettir eða öllu heldur kettlingar, þrír strákar og ein stelpa og einhvern veginn var tilfinningin að hún ætti von á kettlingum (kettlingurinn sjálfur !?). Gott ef þeir fóru ekki líka minnkandi eftir því sem á leið drauminn, jú ég bara held það. Svo voru það lyfin. Þeir áttu að fá einhverjar töflur, sem í upphafi voru eins og mínar töflur en voru svo orðnar eins og smækkuð útgáfa, og pælingin í kringum það var hvað þeir ættu fá stóran skammt. Og þá eins og í öllum skrítnum draumum vaknaði ég. Einhvern veginn fléttaðist inn í þetta minningin um litla kvefaða kettlinginn sem dó í Kattholti meðan ég var það síðasta sumar.
Hvað er eiginlega málið með svona drauma? Þeir nánast grátbiðja um að vera túlkaðir, en á því sviðinu skortir mig eitthvað, hvort sem við köllum það trú, kunnáttu eða reynslu.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home