Tuesday, February 14, 2006

Svona vegna þess að ég er ekki þekkt fyrir annað en að finna eitthvað til að taka mér fyrir hendur en það sem liggur brýnast við þá ætla ég að skella mér á Klakann um helgina að skoða íbúðir. Það verður brjálað að gera enda ætlunin að skoða amk 5 íbúðir á einum og hálfum degi. Já, einn og hálfur dagur, maður má víst ekki missa meira í bili.
Verkefni næstu daga eru þrjár skýrslur í þessari viku og tvær í næstu. Ein er að vísu komin á deadline en lítið er við því að gera nema neita að gefast upp fyrir svefninum fyrr en hún lítur sæmilega út.

Þetta græðir maður á því að slugsa í rúma viku, en það virðist samt seint ætla að síast inn. Það er einhvern veginn eins og þessi staðreynd týnist í upplýsingamergðinni sem búið er að troða inn í hausinn á mér, engan ætti að undra þó hann sé aðeins farinn að leka...

0 Comments:

Post a Comment

<< Home