Einhvern tíma nefndi ég að ég myndi að öllum líkindum skrifa á mismunandi tungumálum hér, nú er komið að því að standa við orð mín.
Aldrei þessu vant hef ég frá einhverju merkilegu að segja, það að vísu varðar ekki mig, en ég verð bara að deila þessu með ykkur.
Þrjár vinkonur mínar lögðu af stað í ferðalag á þriðjudag. Tvær af þeim eru frá Sómalíu og sú þriðja frá Erítreu. Stefnan var sett á Búlgaríu þar sem þær ætluðu að vera í viku. Aðeins ein þessara þriggja er með sænskan ríkisborgararétt. Hinar tvær eru með svokallaðan "främlingspass" frá Svíþjóð. Þær hafa því varann á og spyrja hvort það verði nokkuð vesen að komast inn í Búlgaríu. Þær fá það svar að það ætti ekki að vera vandamál, enda Búlgaría meðlimur í Evrópusambandinu.
Þegar þær stíga úr flugvélinni fá þær hins vegar allt önnur svör. Þeim er meinaður aðgangur inn í landið og stúlkurnar í "information" segja lítið annað en "I don't know", getum væntanlega skellt skuldinni þar á takmarkaða enskukunnáttu (sem enn og aftur undirstrikar hvers vegna ég vil læra rússnesku).
Sú þeirra með sænskan ríkisborgararétt segist vera Svíi og að þeir hafi engan rétt til að meina henni aðgang inn í landið. Þær séu búnar að vera matarlausar í 12 tíma og verði að minnsta kosti að fá mat og drykk. Vörðurinn hlær að henni.
Þær hringja heim til Svíþjóðar og fá kærasta einnar til að hringja í Utanríkisráðuneytið, sem svo hringir í þær og segir þeim að hvað sem gerist að halda ró sinni annars verði þær að öllum líkindum handteknar.
Ein þeirra fékk loks að fara út og kaupa mat, henni hefði verið sleppt inn í landið á endanum en hún vildi að sjálfsögðu ekki fara ein í fríið. Þeim var plantað í eitthvað herbergi og sendar heim daginn eftir. Þær fengi þó ferðina endurgreidda ásamt einhverjum skaðabótum og halda til Grikklands á morgun, þar sem þær fá án efa betri móttökur en í Búlgaríu.
Yfirlýsingar einnar þeirra í gær voru á þá leið að hún ætlaði sko ekki aftur að ferðast til rasista Austur-Evrópu.
Ætli sama staða hefði komið upp ef þær hefðu ekki verið frá Afríku ?
Aldrei þessu vant hef ég frá einhverju merkilegu að segja, það að vísu varðar ekki mig, en ég verð bara að deila þessu með ykkur.
Þrjár vinkonur mínar lögðu af stað í ferðalag á þriðjudag. Tvær af þeim eru frá Sómalíu og sú þriðja frá Erítreu. Stefnan var sett á Búlgaríu þar sem þær ætluðu að vera í viku. Aðeins ein þessara þriggja er með sænskan ríkisborgararétt. Hinar tvær eru með svokallaðan "främlingspass" frá Svíþjóð. Þær hafa því varann á og spyrja hvort það verði nokkuð vesen að komast inn í Búlgaríu. Þær fá það svar að það ætti ekki að vera vandamál, enda Búlgaría meðlimur í Evrópusambandinu.
Þegar þær stíga úr flugvélinni fá þær hins vegar allt önnur svör. Þeim er meinaður aðgangur inn í landið og stúlkurnar í "information" segja lítið annað en "I don't know", getum væntanlega skellt skuldinni þar á takmarkaða enskukunnáttu (sem enn og aftur undirstrikar hvers vegna ég vil læra rússnesku).
Sú þeirra með sænskan ríkisborgararétt segist vera Svíi og að þeir hafi engan rétt til að meina henni aðgang inn í landið. Þær séu búnar að vera matarlausar í 12 tíma og verði að minnsta kosti að fá mat og drykk. Vörðurinn hlær að henni.
Þær hringja heim til Svíþjóðar og fá kærasta einnar til að hringja í Utanríkisráðuneytið, sem svo hringir í þær og segir þeim að hvað sem gerist að halda ró sinni annars verði þær að öllum líkindum handteknar.
Ein þeirra fékk loks að fara út og kaupa mat, henni hefði verið sleppt inn í landið á endanum en hún vildi að sjálfsögðu ekki fara ein í fríið. Þeim var plantað í eitthvað herbergi og sendar heim daginn eftir. Þær fengi þó ferðina endurgreidda ásamt einhverjum skaðabótum og halda til Grikklands á morgun, þar sem þær fá án efa betri móttökur en í Búlgaríu.
Yfirlýsingar einnar þeirra í gær voru á þá leið að hún ætlaði sko ekki aftur að ferðast til rasista Austur-Evrópu.
Ætli sama staða hefði komið upp ef þær hefðu ekki verið frá Afríku ?
0 Comments:
Post a Comment
<< Home