Það er ekki laust við að maður sé orðinn pínulítið steiktur í próflestrinum. Fyrsta prófið mitt er í fyrramálið og af slæmum ávana er ég enn að lesa og ekki á leiðinni að hætta alveg strax.
Ég gerði heiðarlega tilraun til að eyðileggja myndavélina mína um helgina þegar ég fékk sand á utanverða linsuna sem ég náði ekki að hreinsa burt svo að linsan náði ekki að dragast alveg út. Ég bý hins vegar það vel að þekkja fólk sem ekki deyr ráðalaust og Francesco gerðist svo góður að redda málunum fyrir mig.
Maður finnur sér alltaf eitthvað sniðugt að gera í prófum, hér er gott dæmi:
Arturo stendur hér gottandi við hreingerningarplanið næstu tvo mánuði þar sem hann veðjaði hreingerningarvikunni við Helen, og hún tapaði. Veðjað var um hvort Gallo, frændi Arturo, næði ferjunni til Eistlands eða ekki. Eins dauði er annars brauð, Gallo náði ekki ferjunni...
Á plagginu er strikað yfir nafn Arturos, Helen skrifuð í staðinn og skýringin "pga. lost bet" skrifuð við. Við hlógum mikið í dag :)
Ætli sé ekki best að ég komi mér aftur í lesturinn svo ég nái í gengum efnið og nái að hvíla augun í ca. klukkutíma fyrir prófið :)
/ Ein með Prodigy í eyrunum til að hjálpa við að halda tempóinu
Ég gerði heiðarlega tilraun til að eyðileggja myndavélina mína um helgina þegar ég fékk sand á utanverða linsuna sem ég náði ekki að hreinsa burt svo að linsan náði ekki að dragast alveg út. Ég bý hins vegar það vel að þekkja fólk sem ekki deyr ráðalaust og Francesco gerðist svo góður að redda málunum fyrir mig.
Maður finnur sér alltaf eitthvað sniðugt að gera í prófum, hér er gott dæmi:
Arturo stendur hér gottandi við hreingerningarplanið næstu tvo mánuði þar sem hann veðjaði hreingerningarvikunni við Helen, og hún tapaði. Veðjað var um hvort Gallo, frændi Arturo, næði ferjunni til Eistlands eða ekki. Eins dauði er annars brauð, Gallo náði ekki ferjunni...
Á plagginu er strikað yfir nafn Arturos, Helen skrifuð í staðinn og skýringin "pga. lost bet" skrifuð við. Við hlógum mikið í dag :)
Ætli sé ekki best að ég komi mér aftur í lesturinn svo ég nái í gengum efnið og nái að hvíla augun í ca. klukkutíma fyrir prófið :)
/ Ein með Prodigy í eyrunum til að hjálpa við að halda tempóinu
0 Comments:
Post a Comment
<< Home