Saturday, May 20, 2006

Ég bara verð að lýsa yfir ánægju mína að Finnar skyldu fá þennan líka stuðning í keppninni. Þetta kom skemmtilega á óvart eftir að í ljós kom að Evrópubúar voru engan veginn tilbúnir fyrir frekjudolluna hana Silvíu Nótt, ég held ég hafi aldrei áður heyrt púað á lag (og þann sem tilkynnti stigin) í Eurovision, þó fannst mér votta fyrir þessu sama hjá Litháum sem komust nú reyndar vel upp listann í kvöld.
Það er ljóst að menn eru almennt orðnir þreyttir á Eurovision uppskriftinni og vilja sjá meiri fjölbreytni. Ekki leiðinlegt það !

Nú leggst ég sátt til svefn því morgundagurinn bíður óþreyjufullur með öllu því sem honum fylgir.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home