Wednesday, January 23, 2008

Svíþjóð er yndislegt land. Ég hef síðan ég kom hingað þrjóskast við að fá mér sænsk skilríki þar sem mér þykir eðlilegt að vegabréfið gildi. Nú loksins ákvað ég að gefa mig og sækja um kortið og mætti í bankann með alla tilskylda pappíra og Helen, vinkonu mína, sem vott um að ég sé ég.

En nei, nú eru Svíar búnir að herða reglurnar og ég þarf fjölskyldumeðlimur eða maki að votta að ég sé ég. Með öðrum orðum fá einstaklingar eins og ég ekki skilríki í Svíþjóð lengur. Hins vegar veit ég ekki betur en að ég geti skipt úr ökuskírteininu fyrir sænskt.

Mjög gáfulegt, ekki satt?

- - - - - - - -

Sweden is a wonderful country. Even since I moved here I have refused to give in to the bureaucracy and get a Swedish ID, I believe that my passport should be valid as an ID. I finally decided to give in and went to the bank with all my papers and my friend, Helen, to testify to my identity.

But no, the Swedes have made their rules even harder and now a family member or spouse is needed to testify to my identity. In other words people like me cannot get a Swedish ID anymore. On the other hand I believe I can still exchange my driving licence for a Swedish one.

Very smart, right?

4 Comments:

Anonymous Anonymous said...

snilld

En hver vottar að makinn eða fjölskyldumeðlimurinn sé raunverulega sá/sú sem hann segist vera???

Þarf viðkomandi ekki að vera með sænsk skilríki til að mega votta svona?

01 February, 2008 21:04  
Anonymous Anonymous said...

Þegar maður lendir í svona þá er um að sækja um á næsta banka. Starfsmenn í bönkum í minni útibúum eru ekki eins strangir á reglunum.

Annars getum við alltaf samið um hentilsemihjónaband ;-)

03 February, 2008 13:04  
Blogger Skatan said...

Þeir breyttu lögunum í fyrra, áður þurfti ekki fjölskyldumeðlim.

Og jú, fjölskyldumeðlimurinn þarf að vera með fullgild sænsk skilríki.

Það stendur til að gera nýtt id kort sem er auðveldara fyrir aðflutta að sækja um.

Við ræðum þetta með hentisemishjónabandið síðar ;)

03 February, 2008 19:20  
Blogger Skatan said...

En heyrðu, svona til að hafa það rétt, þá heitir það víst málamyndahjónaband :)

03 February, 2008 20:21  

Post a Comment

<< Home