Tuesday, May 23, 2006

Þennan vegg afrekaði ég loksins almennilega í gær. Þegar ég segi almennilega meina ég að ég hafi komist upp án þess að renna til eða minna takið á neinum stað. Ég er að sjálfsögðu mjög sátt enda hrundi ég niður og varð að gefast upp í 3 m hæð í minni fyrstu glímu við hann. Mér tókst það í 4ðu glímu (komst upp í 3ju, myndin er tekin þá, en rann til örlítið ofar en á myndinni og þurfti því að reyna aftur)

Að öðru þá var ég að ljúka síðustu skýrslu vetrarins og eftir stendur þá eitt próf , þ.e. að undanskyldu þessu sem ég tók meðvitaða ákvörðun um að skrópa í þar sem mér líkaði ekki kennarinn, hver veit nema ég taki það upp í haust, annars skortir alveg þrýstinginn á mig núna þar sem þær einingar sem þarf til að ljúka mínu núverandi námi eru þegar í höfn. Stefnan er þó sett á 200 pkta námið og er ég því væntanleg til Sverige aftur í janúar :).

7 Comments:

Anonymous Anonymous said...

það er aldeilis að þú klifrar þessa dagana, hvað er eiginlega uppi á þessum vegg ? ;)

25 May, 2006 08:56  
Anonymous Anonymous said...

Oh ho, tetta er sport sem mer likar. Verd ad kanna hvort haegt se ad gera eitthvad svona i ukrainu! Pakkadu nu tvi helsta fyrir 29 stiga hita!!! vid fengum 3 svona daga i rod. I dag er bara rett um 20 og skyjad. Gott ad fa pasur. Hlokkum til ad sja tig aftur og goda ferd.........

26 May, 2006 18:16  
Anonymous Anonymous said...

Flottar myndir, kvíði því smá að standa við stóru orðin ;o)

Mundu bara að Piranha fiskar eru mjög gómsætir flakaðir, raspaðir og léttsteiktir á pönnu, svona 2-3 mínútur hvorum megin

Og svo er svo frábært að maður þarf ekkert að vera að þræða þessa maðka á öngulinn við veiðarnar, maður stingur bara tánni ofan í ;o)

26 May, 2006 23:30  
Blogger Skatan said...

Hvaðan kom eiginlega þetta komment um pirahnafiskana ?

Úkraína er ekki í Suður-Ameríku :þ

Kemur sér samt vel að vita af þessu þegar fram líða stundir ;)

27 May, 2006 11:26  
Anonymous Anonymous said...

Flottur veggur og virðist vera verðugur andstæðingur. Gaman að lesa bloggið þitt. Netið..... þvílíka snilldin bara allir í kaffi með manni út um allan heim ;)

28 May, 2006 13:09  
Anonymous Anonymous said...

Hefði kannski átt að láta þennan link fylgja með svo þú héldir ekki að ég væri algerlega farinn

http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/leit.html?ordaleit=%FAkra%EDnu%20piranha;month_from=1;year_from=2000

28 May, 2006 23:35  
Blogger Skatan said...

Það hefði hjálpað Óskar minn, en mamma var búin að útskýra þetta fyrir mér ;) hún vildi síður að ég yrði bitin..

29 May, 2006 11:54  

Post a Comment

<< Home