Sunday, February 19, 2006

Ég talaði heldur betur af mér síðast og bankaði augljóslega ekki nógu fast í borðið. Tölvan mín er ennþá í uppreisn og ég held svei mér þá að ég neyðist til að fara með hana til læknis. Ég er búin að gera bókstaflega allt sem mér dettur í hug, þmt strauja hana en hún er ennþá með vesen. Kannski er það bara ég en bendir það ekki til þess að hardware-ið sé eitthvað að klikka?

Stefnan er sett á að koma henni í góðar hendur á mánudaginn, krossa puttana og vona að ábyrgðin nái yfir hvað sem það nú er sem er að bögga hana. Vona að ég verði ekki tölvulaus lengi því maður er hálfaumingjalegur án hennar. Hún er nokkurs konar þungamiðja bæði afþreyingar og samskipta í mínu einfalda stúdentslífi.

Heyri ég bergmál úr fjarska: 'Get a life!'?

-Simple people with simple needs -

0 Comments:

Post a Comment

<< Home