Þáttakan í matarboðinu í gær var ekki eins góð og best hefði verið á kosið, en í boði var guacamole og nachos, kínversk súpa, kjúklingaréttur og grænmetisréttur og svo þetta klassíska íslenska, hrísgrjónagrautur með slátri, flatkökur með hangikjöti og harðfiskur.
Grjónagrauturinn vakti þó nokkra lukku, sem og flatkökurnar sjálfar, harðfiskurinn var ekki vinsæll. Ég frétti það líka hér áðan að til ef mjög svipað brauð í Afríku, ég náði reyndar ekki alveg sögunni (er búin að vera utan við mig í dag) en í Eridreu tengjast "flatkökurnar okkar" heimabruggi. Sniðug staðreynd þar á ferð.
Helen ætlar svo að taka sig til á þriðjudag og elda fyrir okkur "traditionell" eridrískan mat. Hún náði ekki að vera með í elduninni í gær.
Hér að neðan er mynd af borðinu og hinum matargestunum í gærkvöldi, að vísu vantar vin Xiao-Fang sem var ekki kominn þegar við byrjuðum að borða.
Kristian lét sjá sig síðar um kvöldið og smakkaði á brennivíninu eins og vera ber. Hér er hann hins vegar með Tallinn flöskuna sem var líka dregin fram.
Þetta reyndist hreint hið ágætasta kvöld þó svo að þynnkan hafi aðeins látið sjá sig í morgun. Ég vil kenna Tallinn um hana..
Grjónagrauturinn vakti þó nokkra lukku, sem og flatkökurnar sjálfar, harðfiskurinn var ekki vinsæll. Ég frétti það líka hér áðan að til ef mjög svipað brauð í Afríku, ég náði reyndar ekki alveg sögunni (er búin að vera utan við mig í dag) en í Eridreu tengjast "flatkökurnar okkar" heimabruggi. Sniðug staðreynd þar á ferð.
Helen ætlar svo að taka sig til á þriðjudag og elda fyrir okkur "traditionell" eridrískan mat. Hún náði ekki að vera með í elduninni í gær.
Hér að neðan er mynd af borðinu og hinum matargestunum í gærkvöldi, að vísu vantar vin Xiao-Fang sem var ekki kominn þegar við byrjuðum að borða.
Kristian lét sjá sig síðar um kvöldið og smakkaði á brennivíninu eins og vera ber. Hér er hann hins vegar með Tallinn flöskuna sem var líka dregin fram.
Þetta reyndist hreint hið ágætasta kvöld þó svo að þynnkan hafi aðeins látið sjá sig í morgun. Ég vil kenna Tallinn um hana..
1 Comments:
hæhæ kataskata!
flott bloggsíða, tími til kominn að þú bætist í hóp bloggara í Hólminum :) Þú ferð sko beint á linkalistann minn hvort sem þér líkar betur eða verr ;-)
Post a Comment
<< Home