Monday, April 10, 2006

Tækir þú feil ?
Bandito

Krummi, nágrannakötturinn

Ég er ekki besti ljósmyndari í heimi og svartir kettir ekki auðveldasta viðfangsefnið, en ég vona að myndirnar sjáist sæmilega..

2 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Veistu að það væri gjörsamlega ómögulegt að þekkja þessa tvo í sundur ef þeir væru ekki með sinn hvorn litinn á ólinni sinni.
Reyndar er annar þeirra (vona að það sé nágrannakötturinn) orðinn skíthræddur við mig eftir að ég henti honum alltaf út þegar ég gaf hinum að borða og það hjálpaði mér aðeins að þekkja þá í sundur.

Fyrsta kvöldið sem við vorum að passa þá þá þurfti ég að hringja í mömmu um miðja nótt til að geta fundið út hvorum ég ætti að henda út

17 April, 2006 08:30  
Blogger Skatan said...

Að ólinni undanskilinni er auðveldast að þekkja þá í sundur á skottinu, Bandito minn er með svo myndarlegt og langt en hinn hálf aumingjalegt í samanburði ;), en þeir eru líka aðeins ólíkir í andlitsfalli og málrómi..

Ég er ekki hissa að þú skulir hafa verið í vandræðum. Ég skyldi ekkert í því daginn sem ég kom heim af hverju "Bandito" hljóp í burtu þegar ég kallaði á hann..

17 April, 2006 09:21  

Post a Comment

<< Home