Monday, April 10, 2006

Þetta verður kattarfærsla.

Ég var að lenda í þeirri óþægilegu reynslu að Gizmo, kötturinn minn, reyndar í samstarfi við nágrannaköttinn, var að koma inn með dauðan fugl. Ég ákvað því að vera ábyrg "mamma" og taka af honum fuglinn eins og maður á að gera. Ég get því miður ekki logið að sjálfri mér að hann hafi fundið fuglinn dauðan þar sem hann var langt í frá stirðnaður ennþá. Það er hins vegar eins gott á þessum fuglaflensutímum. Maður vex með hverjum deginum, því venjulega hefði ég bara hringt á hjálp og ekki getað hugsað mér að fjarlægja fuglinn sjálf...

En að þessum nágrannaketti, hann hefur gert sér lítið fyrir og er nánast fluttur inn. Hann deilir heimili með læðu sem vill ekkert með hann hafa og hleypir honum helst ekki inn. Því leitar hann hingað í félagsskap, húsaskjól og já, mat. Foreldrar mínir henda honum þó út á nóttunni og þegar mínir tveir fá eitthvað gott að borða.
Það skonda við þennan fastagest er að honum svipar mjög til Bandito og hafa margir tekið feil á þeim, þám ég, mamma og pabbi. Ég sá honum bregða fyrir á fimmtudaginn þegar ég kom til landsins en fannst skrítið að hann skyldi flýja þegar ég kallaði á hann og pabbi hefur hleypt honum inn í misgripum. Ég þarf eiginlega að birta myndir af þeim hérna máli mínu til stuðnings..

Ég hef þetta ekki lengra í bili, heldur ætla að bregða mér út í rigninguna og rokið sem fylgir þessum klaka.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home