Sunday, March 26, 2006

Ég held það sé orðið alveg útséð um að ég muni fara oftar á skauta í vetur, að minnsta kosti utanhúss, enda er farið að hlýna í veðri og við komin á sumartíma frá og með deginum í dag.
Tíðni skautaferða í Stokkhólminum reynist vera ein á ári. Mikil ósköp hvað ég stend mig vel í þessu. Ef það væri ekki fyrir bandýið þá héldi ég áreiðanlega áfram að rýrna. Talandi um bandý, ég var hann svo sannarlega í dag. Afrek eða eftirköst dagsins verða 4 myndarlegir marblettir. Einn á upphandleggnum eftir samstuð við olnbogann á Steinari og þrír á sköflungunum eftir kylfusveiflur frá Kristveigu. Ég var farin að halda að það stæði "Hit me!" á leggjunum á mér. Vona bara að ég þurfi ekki að vera hann aftur næst..

Ég held ég sé búin með skrifkvótann í bili, allavega hef ég ekki meira að segja.

3 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Hæ skvís, það er aldeilis með óheppnina í þér kona :) Öll lúbarin!
Var að bæta þér inn á blogglistann minn, þannig að nú verður auðveldara að fylgjast með þér :)

26 March, 2006 23:11  
Anonymous Anonymous said...

Þetta var ég Guðrún Halla sem skrifaði þetta á undan, er ekki alveg að átta mig á þessu kerfi hérna :)

26 March, 2006 23:13  
Blogger Skatan said...

Það getur verið smá maus að átta sig á öllum þessum mismunandi kerfum í bloggheiminum ;)

Takk fyrir innlitið

27 March, 2006 09:33  

Post a Comment

<< Home