Mér hefur greinilega tekist að hrista eitthvað upp í Svíunum þegar ég mætti með tölvuna mína á nýjan leik í viðgerð. Ég fékk hana aftur í hendurnar í morgun og enn sem stendur hagar hún sér þokkalega.
Annars er það helst að frétta að fuglaflensan náði til Stokkhólms um helgina og meðal annars féll dauður svanur niður á götuna í miðbænum. Maður má samt ekki vera að því að "óróa sig fyrir þessu" langaði mig að segja... það er ekki hægt að segja annað en að sænskan sé eitthvað að síast inn. Enda ekki seinna vænna, það er orðið svo stutt í heimferðina.
Ég hef nú svo sem ekkert að segja svo ég held ég vísi bara á linkana hér til hliðar, það hlýtur að leynast þar einhver sem hefur meira að segja en ég í dag.
Annars er það helst að frétta að fuglaflensan náði til Stokkhólms um helgina og meðal annars féll dauður svanur niður á götuna í miðbænum. Maður má samt ekki vera að því að "óróa sig fyrir þessu" langaði mig að segja... það er ekki hægt að segja annað en að sænskan sé eitthvað að síast inn. Enda ekki seinna vænna, það er orðið svo stutt í heimferðina.
Ég hef nú svo sem ekkert að segja svo ég held ég vísi bara á linkana hér til hliðar, það hlýtur að leynast þar einhver sem hefur meira að segja en ég í dag.
1 Comments:
gott að vita af þér á leiðinn heim og að sjálfsögðu ertu boðin í kaffi og súkkulaði :)
bestu kveðjur frá Íslandi
Post a Comment
<< Home