Jæja, tölvan mín ákvað að vilja ekkert gera fyrir mig lengur svo ég hringdi í þá hjá IBM og sagði þeim að ég héldi að harði diskurinn væri eitthvað bilaður. Þeir keyptu að sjálfsögðu við því og ég fæ nýjan á næstu dögum. Ég átti að fá hann afhentan í gær en var því miður ekki heima til að taka á móti honum, þurfti víst að vera í skólanum, aldrei þessu vant. Ég fæ diskinn vonandi í hendurnar á morgun og þá er bara eftir að koma honum í. Það var annaðhvort 'do it yourself' eða láta senda tölvuna í viðgerð sem tæki amk viku. Ég stökk á fyrri kostinn þar sem ég gat ekki hugsað mér að missa afþreyinguna í heila viku.
Eins og þið vitið þá hef ég í gegnum tíðina verið nokkuð lúnkin við að láta karlpeningin sjá um tölvumálin hjá mér, svo það verður forvitnilegt að sjá hvað kemur út úr þessu...
Kveð í bili, farin á Onsdags eftir 12 tíma skóladag..
Eins og þið vitið þá hef ég í gegnum tíðina verið nokkuð lúnkin við að láta karlpeningin sjá um tölvumálin hjá mér, svo það verður forvitnilegt að sjá hvað kemur út úr þessu...
Kveð í bili, farin á Onsdags eftir 12 tíma skóladag..
0 Comments:
Post a Comment
<< Home