Ég fer að íhuga að breyta titli þessa bloggs í 'vandamál í tölvuheimi'. Já, rétt til getið, tölvan mín er ennþá í verkfalli. Ég fékk nýjan HDD í dag en það var greinilega ekki málið. Ég neyðist því líklega til að senda tölvuna mína í viðgerð eftir allt saman, en ekkert er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott, því nú kann ég amk að skipta um harðan disk í lappanum mínum.
Jæja, endilega haldið áfram að fylgjast með tölvuhasarnum ógurlega, en ég vona samt að hann taki enda sem fyrst. Það er hálfgert vesen í mínu námi að vera ekki með tölvu við hendina þegar manni hentar. Svo er maður líka orðinn svo góðu vanur.
Jæja, endilega haldið áfram að fylgjast með tölvuhasarnum ógurlega, en ég vona samt að hann taki enda sem fyrst. Það er hálfgert vesen í mínu námi að vera ekki með tölvu við hendina þegar manni hentar. Svo er maður líka orðinn svo góðu vanur.
1 Comments:
Hæ, hæ!!
Vonandi er komið líf í tölvuna þína :)
Gaman að geta fylgst með.
Bestu kveðjur frá Úkraínu :)
Post a Comment
<< Home