Thursday, February 23, 2006

Ég fer að íhuga að breyta titli þessa bloggs í 'vandamál í tölvuheimi'. Já, rétt til getið, tölvan mín er ennþá í verkfalli. Ég fékk nýjan HDD í dag en það var greinilega ekki málið. Ég neyðist því líklega til að senda tölvuna mína í viðgerð eftir allt saman, en ekkert er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott, því nú kann ég amk að skipta um harðan disk í lappanum mínum.

Jæja, endilega haldið áfram að fylgjast með tölvuhasarnum ógurlega, en ég vona samt að hann taki enda sem fyrst. Það er hálfgert vesen í mínu námi að vera ekki með tölvu við hendina þegar manni hentar. Svo er maður líka orðinn svo góðu vanur.

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Hæ, hæ!!

Vonandi er komið líf í tölvuna þína :)

Gaman að geta fylgst með.

Bestu kveðjur frá Úkraínu :)

26 February, 2006 22:31  

Post a Comment

<< Home