Það er blautt úti í dag,enda hitinn vel yfir frostmarki og snjórinn farinn að hrynja af húsþökunum. Þessi vetur hefur víst verið heldur í lengra lagi miðað við venjulega. En ég er ekki að kvarta, ekki yfir vetrinum. Sagan segir að eftir harðan vetur komi gott sumar, ég held að ég muni það rétt. Maður mátti hafa sig allan við að forðast pollana í dag svo fæturnir yrðu ekki holdvotir. Það liggur líka þétt þoka yfir borginni og hefur gert síðan í gær. Sunnudagurinn var hins vegar sólbjartur en blautur.
Segiði svo að maður sverji rig ekki í ætt við þjóðina, farinn að skrifa um veðrið. Og á þeim nótum er spáð hækkandi hita fram yfir helgi. Vorið er komið til Stokkhólms, að minnsta kosti eru smáfuglarnir mættir á svæðið með sitt söngl.
Segiði svo að maður sverji rig ekki í ætt við þjóðina, farinn að skrifa um veðrið. Og á þeim nótum er spáð hækkandi hita fram yfir helgi. Vorið er komið til Stokkhólms, að minnsta kosti eru smáfuglarnir mættir á svæðið með sitt söngl.
2 Comments:
hlaut að vera að það færi að hlýna hjá þér, því það er sko heldur betur farið að kólna hérna, veturinn sko kominn aftur !
Hvað getur maður sagt annað en: Týpískt Ísland!
Post a Comment
<< Home