Helstu fréttir eru þær að ég náði seinna prófinu með stæl og tókst að sannfæra kennarann í polymerfysik að halda upptökupróf í apríl, þann 25. nánar tiltekið. Það þýðir að sjálfsögðu að rússneskan fær að sitja á hakanum og ég mun einbeita mér að polymer og solid state physics, en ég á að taka svokallaða kontrolskrivning í honum í vikunni á undan. Það verður sem sagt nóg að gera eftir páska og ansi hætt við því að maður verði að hægja aðeins á sér í skemmtanalífinu. Þess vegna er um að gera að nota tímann sem best fyrir páska ;o)
0 Comments:
Post a Comment
<< Home