Á morgun verður stór dagur í lífi mínu og annarra fjölskyldumeðlima. Á morgun fer pabbi í meðferð. Hann á að mæta á Vog klukkan 10 í fyrramálið og þarf að halda út þar í 10 daga áður en ákvörðun verður tekin um framhaldið. Ég vona svo sannarlega að hann standi sig í þessu og nái lífi sínu á betri braut. Ég lít á það sem mjög stórt skref hjá honum og er stollt af honum að hafa tekið þessa ákvörðun. Við getum lítið annað gert núna nema bíða, fylgjast með og vona að hann nái að feta sig áfram og klifra upp á yfirborðið aftur.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home