Dagurinn fór í hinar og þessar reddingar. Skila bók í skólanum og fá afrit af prófinu mínu (já, ég þarf að eiga eitt eða tvö orð við kennarann) . Fara á skattstofuna og redda vottorði um að ég sé tekjulaus innan Svíþjóðar og skrá mig úr landi. Klifra. sækja dót á einn stað og skila af mér dóti á annan. Þvo. Næsta skref er að pakka (eins gott að ég gleymi ekki vegabréfinu, það væri alveg eftir mér...)
Ég kíkti á Huldu í Karolinska í dag, bæði til að spjalla og kveðja hana í bili. Þar fundum við gamalt Metro sem í var grein sem vakti áhuga okkar. Greinin fjallaði um breytt hugarfar ungs fólks til kynlífs, þ.e. að meira teljist sjálfsagður hlutur í dag en þegar foreldrar okkar voru ungir. Fleiri séu opnir gagnvart hópkynlífi, kynlífi með sama kyni, opnum samböndum og að eiga bólfélaga. Þetta er ekkert til að rengja en var ekki það sem okkur þótti áhugaverðast.
Það sem mestan áhuga vakti hjá okkur voru tölur úr könnun sem gerð var á sjöunda áratugnum í Svíþjóð. Þar kom fram að konur studnuðu að meðaltali kynlíf með 1,4 manneskjum á lífsleiðinni meðan sama karlmenn áttu að meðaltali 4,7.
Okkur fannst þetta ekki alveg geta passað, það þarf tvo til (amk) ef stunda á kynlíf með öðrum en sjálfum sér. Eftir nokkrar vangaveltur komumst við að þeirri niðurstöðu að þrennt gæti komið til greina:
1. Það eru mun fleiri konur en karlar í samfélaginu.
2. Karlar stundi ekki bara kynlíf með konum, heldur körlum líka.
3. Konur draga úr tölu rekkjunauta á meðan karlar ýkja hana.
Hvað af þessu er líklegast ?
Eru til fleiri skýringar ?
Ég kíkti á Huldu í Karolinska í dag, bæði til að spjalla og kveðja hana í bili. Þar fundum við gamalt Metro sem í var grein sem vakti áhuga okkar. Greinin fjallaði um breytt hugarfar ungs fólks til kynlífs, þ.e. að meira teljist sjálfsagður hlutur í dag en þegar foreldrar okkar voru ungir. Fleiri séu opnir gagnvart hópkynlífi, kynlífi með sama kyni, opnum samböndum og að eiga bólfélaga. Þetta er ekkert til að rengja en var ekki það sem okkur þótti áhugaverðast.
Það sem mestan áhuga vakti hjá okkur voru tölur úr könnun sem gerð var á sjöunda áratugnum í Svíþjóð. Þar kom fram að konur studnuðu að meðaltali kynlíf með 1,4 manneskjum á lífsleiðinni meðan sama karlmenn áttu að meðaltali 4,7.
Okkur fannst þetta ekki alveg geta passað, það þarf tvo til (amk) ef stunda á kynlíf með öðrum en sjálfum sér. Eftir nokkrar vangaveltur komumst við að þeirri niðurstöðu að þrennt gæti komið til greina:
1. Það eru mun fleiri konur en karlar í samfélaginu.
2. Karlar stundi ekki bara kynlíf með konum, heldur körlum líka.
3. Konur draga úr tölu rekkjunauta á meðan karlar ýkja hana.
Hvað af þessu er líklegast ?
Eru til fleiri skýringar ?
3 Comments:
Mögulegt að þeir hafi leitað í nunnuklaustur eftir kvenfólki ?
Mér finnst þetta samt frekar lágar tölur, á hvaða aldri ættli þetta fólk hafi verið ? Lífsleiðin endar ekki fyrr en the fat lady sings, so to speak, þetta gæti meikað sence ef þer spurðu bara fólk um tvítugt og gleymdu að reykna með að líf þeirra væri kanski ekki alveg búið.
Ég ætla að skjóta á númer 3!
Ps. Það er alltaf talað um karlmenn þegar menn ræða framhjáhöld, en með hverjum halda þeir þá framhjá með? :)
Það er stundum sagt að maður kvænist konu í þeirri von að hún breytist ekki en svo breytist hún.
Það er líka stundum sagt að kona giftist manni í þeirri von að henni takist að breyta honum en henni tekst það ekki.
Kannski liggur svarið við þessari vangaveltu í því að þó að maðurinn sé trúr konu sinni þá getur hann litið svo á að hann sé alltaf að sofa hjá nýrri og nýrri persónu eftir því sem konan eldist og þroskast.
Maðurinn hins vegar þroskast aldrei neitt og því sefur konan hans alltaf hjá sömu persónunni
;-)
Post a Comment
<< Home