Thursday, June 15, 2006

Jæja, þá er ég komin aftur heim frá Úkraínu og á morgun flyt ég til Íslands í rúmlega hálft ár. Ég skal alveg viðurkenna að ég hef meiri skilning á því núna hvers vegna Magga bloggar svona sjaldan. Það er ekki við öðru að búast þegar tengingin nær heilum 19.2k.
Ég verð að dreifa sögum frá Úkraínuferðinni á nokkrar færslur, mig langar að setja inn nokkrar myndir með og bloggið verður alltof langt ef ég hendi öllu inn í einu.

Það verður að viðurkennast að höfrungasýningin stendur hæst uppúr því sem við tókum okkur fyrir hendur. Hún var í borginni Jalta á Krímskaganum, en sú borg kom einmitt í fréttunum síðustu helgi þar sem nokkrar konum frá Vestmannaeyjum hlupu kvennahlaupið þar. Alveg magnað, Íslendingar eru alls staðar! Við rákumst þó ekki á Íslendingahópinn á meðan á veru okkar í Jalta stóð.
Höfrungarnir sýndu okkur hinar og þessar kúnstir og eftir sýninguna bauðst okkur að fá að taka mynd af okkur með höfrungunum og synda með þeim gegn vægu verði. Myndatakan kostaði 25 GRN á meðan sundið kostaði 50 GRN, þetta samsvarar um 375 og 750 ISK, og þykir mér það mjög vel sloppið.

Ég var mjög fegin að vera í klifrinu þarna, maður þurfti að halda fast.

Þeir myndast nú töluvert betur en ég ;)

0 Comments:

Post a Comment

<< Home