Monday, April 24, 2006

Mánudagur til mæðu..

Ég hélt að löppin á mér væri að grínast þegar ég vaknaði í morgun, það var vont að stíga framúr. Ég tognaði á mjög asnalegum stað helgina fyrir pálmasunnu og tognunin virðist hafa tekið sig aðeins upp eftir bandýleik gærdagsins. Ég er þó ekki hölt að ráði og mun sko ekki gefast upp fyrir vesælum öklanum. Hvernig í ósköpunum tognar maður á milli kúlu og iljar utaná fætinum ?

Próf á morgun og ég auðsjáanlega að eyða tímanum í eitthvað annað en ég á að gera.

Sæl að sinni.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home