Friday, June 16, 2006

Þá er runninn upp dagurinn sem ég flyt formlega til Íslands, ég hef mjög blendnar tilfinningar gagnvart þessum flutningum, þetta verður efalaust frekar skrítið. Single, nýr bæjarhluti, mín eigin íbúð og stórt verkefni framundan, svo ekki sé talað um væntanlegt internetleysi í nokkra daga (eins gott að maður er búinn að hita upp í Úkraínu ;)).

Dagurinn í dag er svo sannarlega ekki tíðindalaus, auk flutninganna þekki ég hvorki meira en minna en þrjá pilta sem eiga afmæli í dag. Minn gamli vinur Eyjólfur, Friðgeir, vinur Eyfa og gamall skólabróðir minn og Francesco, klifurfélagi og tangóáhugamaður. Ekki slakir piltar þar á ferð.

Stefnan er að reyna að draga Skara bróður að klifra á sunnudag og hlakka ég mikið til að sjá hvað hann getur, ef hann getur þá eitthvað :D (nei nú er kominn í mig lítill púki).

Ég mun reyna að henda inn nokkrum myndum frá Úkraínuferðinni fljótlega, vonandi dreg ég það ekki of lengi því þá er ansi hætt við að ég gleymi því alveg.. Stundum hef ég algert gullfiskaminni...

Hejdå Sverige!
Halló Ísland!

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...


Er augsjáanlega ekki nógu duglegur að kíkja á netið, var sem sagt að sjá áskorunina núna, ég er til næstum því hvenær sem er

25 June, 2006 22:21  

Post a Comment

<< Home