Wednesday, April 26, 2006

Ég er búin að vera svo skemmtilega utan við mig síðustu daga að mömmu er farið að gruna mig ástfangna. Ég tel þó ekkert hæft í því heldur sé um að ræða prófessorseinkenni, enda er ég búin að liggja yfir bókunum undanfarna daga. Ég fæ þó smá pásu um helgina þó ég megi kannski ekki við því. En planið er að skreppa til Turku í Finnlandi með ferjunni á morgun og koma aftur á þriðjudagsmorgun. Á laugardag er Valborg og heilmikið um að vera af því tilefni. Ég hef ekki hugmynd um hvort það er sama hefð í Finnlandi og hér. Eina sem ég á von á er að farið verði í sauna, varla hægt að fara til Finnlands og sleppa því..

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Finnland lifi!

26 April, 2006 14:39  

Post a Comment

<< Home