Saturday, July 01, 2006

Liðin vika: Sumarskóli um efni til nota í vetnissamfélagi framtíðarinnar, ferðir á pöbbann með hressu fólki úr skólanum, þar sem m.a. bjórdrykkja, spjall og fótboltaáhorf átti sér stað. Já þú last þetta rétt, bæði bjór og fótbolti, ég veit ekki alveg hvað er að gerast með mig.

Netið er ekki enn komið í lag heima.. en það hefur svo sem ekki komið mikið að sök síðastliðna viku þar sem ég hef lítið verið við heima.

Gizmo og Bandito fengu að fara út einir í fyrsta skipti á nýja staðnum á fimmtudaginn og fyrrnefndur hefur ekki sést síðan snemma í gærkvöldi. Nágrannakettirnir voru ekki yfir sig ánægðir með þessa nýju nágranna sína og tóku ekkert sérlega vel á móti þeim. Bandito kom hlaupandi inn hvað eftir annað snemma í morgun undan þeim. Gizmo hefur verið eitthvað svo lítill í sér undanfarið að ég er svoldið hrædd um að hann hafi hlaupið eitthvað í burtu greyið.
Lítið annað að gera en að vona að hann rati aftur heim, annaðhvort til mín eða foreldra minna þó leiðin á fæti frá Vesturbænum í Árbæinn sé frekar löng fyrir lítinn kött.


Óttaleg kattarfærsla er þetta, en jæja, svona tóku þeir á móti mér einn daginn þegar ég kom heim:
Svo er hérna ein mynd af útsýninu út um stofugluggann hjá mér:
Maður verður eiginlega að reyna að skrönglast upp Keili úr því hann situr þarna nokkurn veginn fyrir miðju..

Ferðinni er heitið svo til Stokkhólms á miðvikudaginn þar sem Depeche Mode verða með tónleika í Stadion á föstudag =D

3 Comments:

Blogger Skatan said...

Loksins, loksins, það kom að því að mér tækist að pósta þessu.. Bloggsíðan er búin að vera eitthvað á móti mér síðustu daga...

05 July, 2006 02:52  
Anonymous Anonymous said...

Ég skal koma með þér upp á Keili

05 July, 2006 12:47  
Anonymous Anonymous said...

Hæ, hæ! Gaman að heyra frá þér héðan! Enn og aftur skemmtu þér vel á tónleikunum og vonandi leikur veðrið við þig!! :)

05 July, 2006 13:51  

Post a Comment

<< Home