Saturday, July 08, 2006

Aðalatburði ferðarinnar lokið, Depeche Mode tónleikarnir í gærkvöldi. Þeir voru vægast sagt frábærir, þó að sætin hefðu að sjálfsögðu mátt vera betri. Þau voru bara orðin uppseld þegar ég vissi loksins af tónleikunum. Fyrst með fréttirnar, eins og alltar ;)

Tónleikagestir voru á ýmsum aldri, þónokkrir ennþá undir belti. Ég held ég geti þó sagt með vissu að við Hulda höfum séð þann yngsta 'sjálfstæða'. Sá hélt varla haus greyið, við vorum mikið að spá í hvað foreldrarnir voru eiginlega að hugsa. Þó svo að barnið hafi verið með vörn fyrir eyrum þá fannst okkur þetta einum of.

Um 26þús manns voru á tónleikunum sem fóru fram undir oppnum himni. Sólin var langt í frá sest þegar sænska upphitunarhljómsveitin fór á svið, hún settist á meðan seinni upphitunarsveitin (sem ég held að hafi verið Muse) spilaði. Við fengum að sjálfsögðu að bíða svoldið eftir snillingunum sjálfum og uppklappið tók líka vel á lófana..

Lokaniðurstaðan er: Algjörlega þess virði !

Það hefur aðeins kólnað svo ég er ekki eins mikið að deyja úr hita eins og síðustu daga.

Kveðjur úr hólminum

0 Comments:

Post a Comment

<< Home