Jæja, það er fyrir löngu kominn tími á blogg. Eins og ég hef minnst á áður tók ég tvo Finna með mér heim frá Stokkhólmi. Þeir stoppuðu í tæpar tvær vikur, þar af vorum við viku á ferð um landið. Sú ferð var nokkuð undarleg, þar sem við Steinar stóðum í þeirri meiningu að við ætluðum fjögur saman í ferð en ekki við tvö með tvo puttaferðalanga. En svona er nú menningin misjöfn milli landa. Það þarf kannski ekki að minnast á það að ferðin reyndi örlítið á vinabönd okkar Steinars þar sem við erum bæði skoðanasterk á það hvernig við viljum hafa hlutina og sjaldan sem við erum alveg sammála. Við komumst þó ósködduð frá þessu öllu saman.
Í heildina talið með ferðinni á Gullfoss-Geysi keyrðum við rúma 3000km og fékk ég þökk sé foreldrum mínum að sitja undir stýri allan tímann. Helstu stopp voru Skógar, Dyrhólaey, Skaftafell, Norðfjörður, Hengifoss, Kárahnjúkar, Dettifoss, Húsavík, Mývatn, Akureyri, Goðafoss, Látrabjarg, Dynjandi, Stykkishólmur, Snæfellsjökull og Arnarstapi. Við stoppuðum því bæði á syðsta og vestasta odda landsins.
Ekki er úr vegi að láta nokkrar myndir úr ferðinni fylgja með.
Við fengum feiknafínt veður við Dyrhólaey, þó vindurinn hafi aðeins blásið:
Steinar féll mjög vel inn í umhverfið á þessum syðsta odda landsins:
Finnunum fannst heillandi að tjalda á miðjum Skeiðarársandi:
Á meðan gistum við Steinar í Skaftafelli þar sem hann smakkaði aðeins á ísklaka úr jöklinum:
Það fer ekki mikið fyrir manni í samanburði við Hengifoss:
Þrátt fyrir að það hafi heillað að stinga sér til sunds við Goðafoss þá hefði verið helvíti blautt í bílnum á eftir:
Steinar hafði gaman að því að ögra kríunum :
Á meðan Tapani var meira fyrir að kanna rör sem lá undir veginn:
Í heildina talið með ferðinni á Gullfoss-Geysi keyrðum við rúma 3000km og fékk ég þökk sé foreldrum mínum að sitja undir stýri allan tímann. Helstu stopp voru Skógar, Dyrhólaey, Skaftafell, Norðfjörður, Hengifoss, Kárahnjúkar, Dettifoss, Húsavík, Mývatn, Akureyri, Goðafoss, Látrabjarg, Dynjandi, Stykkishólmur, Snæfellsjökull og Arnarstapi. Við stoppuðum því bæði á syðsta og vestasta odda landsins.
Ekki er úr vegi að láta nokkrar myndir úr ferðinni fylgja með.
Við fengum feiknafínt veður við Dyrhólaey, þó vindurinn hafi aðeins blásið:
Steinar féll mjög vel inn í umhverfið á þessum syðsta odda landsins:
Finnunum fannst heillandi að tjalda á miðjum Skeiðarársandi:
Á meðan gistum við Steinar í Skaftafelli þar sem hann smakkaði aðeins á ísklaka úr jöklinum:
Það fer ekki mikið fyrir manni í samanburði við Hengifoss:
Þrátt fyrir að það hafi heillað að stinga sér til sunds við Goðafoss þá hefði verið helvíti blautt í bílnum á eftir:
Steinar hafði gaman að því að ögra kríunum :
Á meðan Tapani var meira fyrir að kanna rör sem lá undir veginn:
0 Comments:
Post a Comment
<< Home