Monday, August 07, 2006

Jæja, þá er Francesco farinn, kettirnir fluttir aftur inn og Gizmo kominn undir rúm. Hversdagsleikinn tekur nú við, en það á eftir að koma í ljós hvernig hann verður. Það hefur verið svo mikið um gestagang hjá mér að hversdagsleikinn hefur ekki skapað sér mynd ennþá :).

Við skruppum í ferð um helgina. Settum stefnuna í Skaftafell þar sem við ætluðum í ísklifur. Við komumst nú ekki af stað fyrr en klukkan 7 á föstudag, stoppuðum að sjálfsögðu við Seljalandsfoss og Skógafoss og náðum því ekki á leiðarenda á föstudagskvöldinu. Við lögðumst til svefns í bílnum í miðju hrauni og vöknuðum í svartaþoku. Þokan fylgdi okkur misþykk nánast allan daginn, bæði í Jökulsárlóni og upp á jökul þar sem við þrömmuðum með brodda og fengum aðeins að spreyta okkur í klifrinu. Við fengum þessa fínu sturtu á meðan, voru síminn hans Francesco og myndavélin mín voru ekkert sérlega sátt með þessa meðferð, en myndum urðum við að reyna að ná !!! Ástand símans er óvíst en myndavélin virðist sátt í bili, eftir að hafa fengið að þorna aðeins.

Ég verð að játa að ég átti von á að ísklifrið yrði aðeins meira krefjandi en raun varð. Ég verð að prófa fossana einhvern tíma í framtíðinni :)

Seinni nóttina tjölduðum við nánast úti á Dyrhólaey. Francesco vakti mig um miðja nótt og stakk upp á því að við pökkuðum saman tjaldinu áður en allt yrði blautt, en ég hélt nú ekki. Hann reyndar áttaði sig ekki á því að það var ekki dagur þar sem það var orðið bjart úti. Ég reyndi sem best að sofa á mínu grænu með Kári togaði og reif í tjaldið. Það hélt nú samt og sluppum að mestu leyti þurr úr þessu ævintýri, ólíkt fyrri deginum. Kári hélt áfram að reyna að hrinda okkur til og frá þar sem við stóðum á Dyrhólaey, það var hreint ótrúlegt að fylgjast með lundanum glíma við vindinn á flugi. Eins og hann er klunnalegur oft þá er hann ótrúlega fimur.

Gullfoss og Geysir tóku vel á móti okkur á leiðinni heim, þar sem mamma bauð okkur í mat.


Ótrúlega góð helgi, en fjandi blaut á köflum..

0 Comments:

Post a Comment

<< Home