Saturday, April 29, 2006

Vildi af eg gaeti postad myndir en thad gengur vist ekki eins og er.. Thaer koma thegar heim er komid. Eg hef amk komist af theirri nidurstödu ad Finnar eru skemmtilegir partyfelagar og mun eg engan veginn sja eftir thvi ad hafa kikt a Vappu (Valborg), sem eg sagdi ranglega vera a laugardag, hun er vist a manudag (1.mai) en mesta drykkjan fer fram a morgun :). Afsökun okkar i dag er afmaeli Carl Gustavs XVI sem hefst a midnaetti.

Ja, Finnar eru jafngodir i ad finna partyafsakanir og vid Islendingar.. Hvernig er haegt ad kvarta ?

Partykvedjur fra Turku !!

Wednesday, April 26, 2006

ARG !!

Hver kannast ekki við það vandamál að vera búinn að ákveða í hann ætlar að fara. Svo þegar kemur að því að fara í flíkina þá passar hún ekki lengur :(
Þó svo að margir blóti því eflaust að þetta vandamál skuli snúa öfugt hjá mér eins og er þá er það samt pirrandi !

Það er dýrt að endurnýja fataskápinn :(
Tilvitnun úr kennslubókinni minni í ólífrænni efnafræði:

"Much of the hydrogen for industry is produced by high-temperature reaction of H2O with CH4 or a similar reaction with coke."

Verð að segja að ég rak upp stór augu og þurfti að lesa setninguna aftur, en jújú, alltaf lærir maður eitthvað nýtt. Þess ber að geta að í þessu tilfelli er átt við kolefni á föstu formi (ekki kemur fram hvers konar föstu formi samt).
Ég er búin að vera svo skemmtilega utan við mig síðustu daga að mömmu er farið að gruna mig ástfangna. Ég tel þó ekkert hæft í því heldur sé um að ræða prófessorseinkenni, enda er ég búin að liggja yfir bókunum undanfarna daga. Ég fæ þó smá pásu um helgina þó ég megi kannski ekki við því. En planið er að skreppa til Turku í Finnlandi með ferjunni á morgun og koma aftur á þriðjudagsmorgun. Á laugardag er Valborg og heilmikið um að vera af því tilefni. Ég hef ekki hugmynd um hvort það er sama hefð í Finnlandi og hér. Eina sem ég á von á er að farið verði í sauna, varla hægt að fara til Finnlands og sleppa því..

Monday, April 24, 2006

Mánudagur til mæðu..

Ég hélt að löppin á mér væri að grínast þegar ég vaknaði í morgun, það var vont að stíga framúr. Ég tognaði á mjög asnalegum stað helgina fyrir pálmasunnu og tognunin virðist hafa tekið sig aðeins upp eftir bandýleik gærdagsins. Ég er þó ekki hölt að ráði og mun sko ekki gefast upp fyrir vesælum öklanum. Hvernig í ósköpunum tognar maður á milli kúlu og iljar utaná fætinum ?

Próf á morgun og ég auðsjáanlega að eyða tímanum í eitthvað annað en ég á að gera.

Sæl að sinni.

Saturday, April 22, 2006

Þáttakan í matarboðinu í gær var ekki eins góð og best hefði verið á kosið, en í boði var guacamole og nachos, kínversk súpa, kjúklingaréttur og grænmetisréttur og svo þetta klassíska íslenska, hrísgrjónagrautur með slátri, flatkökur með hangikjöti og harðfiskur.
Grjónagrauturinn vakti þó nokkra lukku, sem og flatkökurnar sjálfar, harðfiskurinn var ekki vinsæll. Ég frétti það líka hér áðan að til ef mjög svipað brauð í Afríku, ég náði reyndar ekki alveg sögunni (er búin að vera utan við mig í dag) en í Eridreu tengjast "flatkökurnar okkar" heimabruggi. Sniðug staðreynd þar á ferð.

Helen ætlar svo að taka sig til á þriðjudag og elda fyrir okkur "traditionell" eridrískan mat. Hún náði ekki að vera með í elduninni í gær.

Hér að neðan er mynd af borðinu og hinum matargestunum í gærkvöldi, að vísu vantar vin Xiao-Fang sem var ekki kominn þegar við byrjuðum að borða.


Kristian lét sjá sig síðar um kvöldið og smakkaði á brennivíninu eins og vera ber. Hér er hann hins vegar með Tallinn flöskuna sem var líka dregin fram.
Þetta reyndist hreint hið ágætasta kvöld þó svo að þynnkan hafi aðeins látið sjá sig í morgun. Ég vil kenna Tallinn um hana..

Thursday, April 20, 2006

Nú held ég að veðurguðirnir séu eitthvað að ruglast, það er snjókoma, eða var, hún var að hætta. Ég sem hélt að ég byggi í Svíþjóð, ekki á Íslandi...

Wednesday, April 19, 2006

Á morgun verður stór dagur í lífi mínu og annarra fjölskyldumeðlima. Á morgun fer pabbi í meðferð. Hann á að mæta á Vog klukkan 10 í fyrramálið og þarf að halda út þar í 10 daga áður en ákvörðun verður tekin um framhaldið. Ég vona svo sannarlega að hann standi sig í þessu og nái lífi sínu á betri braut. Ég lít á það sem mjög stórt skref hjá honum og er stollt af honum að hafa tekið þessa ákvörðun. Við getum lítið annað gert núna nema bíða, fylgjast með og vona að hann nái að feta sig áfram og klifra upp á yfirborðið aftur.

Monday, April 17, 2006

Jæja, þá er maður mættur aftur í Hólminn og búinn að koma sér vel fyrir á ný. Ég kom á laugardaginn og vorið var auðsjáanlega komið. Hér var tekið á móti mér með sól og blíðu. Verð að játa að ég gerði lítið annað en að koma mér hingað og sofa á laugardag. Ástæðan mun vera svefn"skortur" næturinnar á undan. Ég fékk nefnilega þá snilldarhugmynd að kíkja í ellefubíó og svo í bæinn. Mamma sótti mig svo um fimmleytið og skutlaði mér suður í Keflavík. Ég náði svo aðeins að leggja mig í vélinni. En þar hitti ég áhugaverða manneskju. Kvenmaður sem var á að giska á svipuðum aldri og ég en hafði orðið fyrir því óláni að fá MS, hún var engu að síður lífglöð og brosmild. Mjög ánægjulegt að upplifa slík kynni. Sú sem var með henni í för var komin nokkra mánuði á leið, ég myndi giska á fimm. Það sást allavega vel á henni.
Það er heilmikið af ófrísku kvenfólki í kringum mig þessa dagana. Þar er helst að nefna Ástu Jenný, konu bróður míns sem á að eiga í ágúst að mig minnir, Heiðu vinkonu, sem á rúman mánuð eftir, Heiðrúnu, sem var með mér í Réttó og er hér úti ásamt Ragga sínum (sett í maí) og Völu, konu Bjarka fyrrum nágranna, en hún á að eiga í vikunni.
Ég hitti Völu þessa á Skírdag í fyrsta skipti. Ég ákvað að það væri kominn tími til að heilsa upp á hann Bjarka minn eftir öll þessi ár og bauð mér í kaffi til þeirra á Skírdag (þau fengu að vísu að velja daginn ;)). Bjarki töfraði fram þessa dýrindis köku með smá afskiptum Völu sinnar, sem átti á smávægilegum örðuleikum með að bara fylgjast með.
Það var líka páskaeggjadagur hjá mér og foreldrunum á Skírdag, við flýttum deginum svo að við gætum deilt egginu. Ég er að ná mér niður úr sykurátinu þessa dagana og má hafa mig alla við svo ég fari ekki hlaupandi út í búð eftir sætindum. Ég skal ! Ég ætla !

Í dag er planið að rölta í búðina og kaupa hreingerningargræjur og ráðast svo í hreingerningar í eldhúsinu. Næsta föstudag ætlum við svo að hafa fjölþjóðlega matinn sem ég held ég hafi minnst á áður. Fyrir valinu hjá mér varð hrísgrjónagrautur með slátri, flatkökur með hangiáleggi og harðfiskur með smjöri. Mér finnst það vera einn réttur, en kannski má deila um það. Ég á ekki von á að slátrið verði mjög vinsælt.. þal ákvað ég að flatkökurnar fengju að fylgja með. Af gefnu tilefni og eftir góðum ábendingum ákvað ég að sleppa kjammanum og hákarlinum. Brennivínið fékk þó að fylgja með eins og vera ber.

Friday, April 14, 2006

Mér var rétt í þessu bent á nýja orðanotkun yfir getnaðarlim, ætli sé ekki rétt að kalla það slangur. Það var hún móðir mín sem vakti athygli mína á þessu og hefur frá ónefndum samstarfsaðila sínum.
Þetta er orðið "dráttarkrókur". Hvað finnst ykkur?

Wednesday, April 12, 2006

Ég mátti til með að deila þessu með ykkur. Þvílíkir snillingar ! Rugludallar sem standa svo sannarlega undir nafni !

Monday, April 10, 2006

Tækir þú feil ?
Bandito

Krummi, nágrannakötturinn

Ég er ekki besti ljósmyndari í heimi og svartir kettir ekki auðveldasta viðfangsefnið, en ég vona að myndirnar sjáist sæmilega..
Þetta verður kattarfærsla.

Ég var að lenda í þeirri óþægilegu reynslu að Gizmo, kötturinn minn, reyndar í samstarfi við nágrannaköttinn, var að koma inn með dauðan fugl. Ég ákvað því að vera ábyrg "mamma" og taka af honum fuglinn eins og maður á að gera. Ég get því miður ekki logið að sjálfri mér að hann hafi fundið fuglinn dauðan þar sem hann var langt í frá stirðnaður ennþá. Það er hins vegar eins gott á þessum fuglaflensutímum. Maður vex með hverjum deginum, því venjulega hefði ég bara hringt á hjálp og ekki getað hugsað mér að fjarlægja fuglinn sjálf...

En að þessum nágrannaketti, hann hefur gert sér lítið fyrir og er nánast fluttur inn. Hann deilir heimili með læðu sem vill ekkert með hann hafa og hleypir honum helst ekki inn. Því leitar hann hingað í félagsskap, húsaskjól og já, mat. Foreldrar mínir henda honum þó út á nóttunni og þegar mínir tveir fá eitthvað gott að borða.
Það skonda við þennan fastagest er að honum svipar mjög til Bandito og hafa margir tekið feil á þeim, þám ég, mamma og pabbi. Ég sá honum bregða fyrir á fimmtudaginn þegar ég kom til landsins en fannst skrítið að hann skyldi flýja þegar ég kallaði á hann og pabbi hefur hleypt honum inn í misgripum. Ég þarf eiginlega að birta myndir af þeim hérna máli mínu til stuðnings..

Ég hef þetta ekki lengra í bili, heldur ætla að bregða mér út í rigninguna og rokið sem fylgir þessum klaka.

Thursday, April 06, 2006

Jæja, þá er ég lent á klakanum og hér er bara helvíti kalt, ég get ekki sagt annað. Ég tók loforð af veðurguðunum í Svíþjóð um að vorið yrði komið þegar ég sný aftur laugardaginn fyrir páska. Það er eins gott að þeir standi við það, því vetrarjakkinn er ekki á leiðinni út aftur. Ég hafði leyft mér draumóra um að koma einhverju af bókunum mínum heim í þessari ferð en það tókst eitthvað hálfilla. Skautarnir og hin og þessi tæki, tól og snúrur fengu forganginn að þessu sinni. Ég hef einhvern veginn á tilfinningunni að mér líði betur með að senda námsbækurnar heim í pósti en græjurnar.
Stefnt er að því að hafa fjölþjóðlegan mat í eldhúsinu á ganginum mínum þegar ég sný aftur þar. Fjölbreytileikinn veltur hins vegar á hversu vel okkur tekst að sannfæra piltana á ganginum um að þeir elda eitthvað einkennandi frá sínum heimaslóðum fyrir okkur. Pottþétt verður þó mexíkóskur, kínverkur og afrískur matur. Já og að sjálfsögðu íslenskur. Hugmyndin er að taka með eitthvað meira spes í stað þess að mæta með veislumatinn sjálfan, lambalærið. Þar dettur mér helst í hug grjónagrautur og slátur ásamt harðfiski og flatkökum með hangikjöti. Ég fór reyndar að gæla við þá hugmynd að kippa með einum kjamma til að sjóða, það væri gaman að sjá viðbrögðin við því ;). Mamma var að mana mig í að mæta með hákarl líka, í tilefni þess að brennivíninu íslenska hefur verið mjög vel tekið. Pabbi á víst einn vel úldinn bita í ísskápnum..

Hversu langt á maður að þora að ganga?

Tuesday, April 04, 2006

Эта мoя падруга Хулда. Она биолог. Она исландская на живёт в Стокгольме. Она работает в лабораторие. У неё есть старшая сестра и моложе брат. Её сестра завёт Алма и Фрыдрык брат. Алма живёт в Бруссельсе и брат в Исландые. Хулда добрая падруга и красивая девушка.


Ekki satt?

Monday, April 03, 2006

- Lost in time I can't count the words
I said when I thought they went unheard
All of those harsh thoughts so unkind
'cos I wanted you -

Þraí maður eitthvað mjög heitt getur maður verið mjög eigingjarn og grimmur gagnvart umhverfinu en samt of 'ignorant' til að átta sig á því. Þá reynir á þessa sönnu vini, sem maður á, að rétta fram höndina og hjálpa manni inn í ljósið á ný..